Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 05. desember 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mainoo vill fara
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo er verulega pirraður með stöðu sína hjá Manchester United og ætlar að óska eftir því að fá að fara á láni í janúar.

Þetta kemur fram hjá The Athletic en þar segir jafnframt að United ætli að bíða eftir því að Afríkumótið klárist áður en ákvörðun verður tekin um Mainoo.

Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur lítið verið að rótera inn á miðsvæðinu en Mainoo er fjórði kostur á eftir Manuel Ugarte.

Á síðasta ári var Mainoo talinn einn allra efnilegasti leikmaður Evrópu og var byrjunarliðsmaður hjá enska landsliðinu í úrslitaleik Evrópumótsins. Hann er hins vegar ekki fremstur í röðinni hjá Amorim.
Athugasemdir
banner