Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fös 05. desember 2025 09:39
Elvar Geir Magnússon
Slot horfir á jákvæðu hliðarnar - Batamerki á vörninni og nýju mönnunum
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Slot segir að Salah sé alltaf í huga sér.
Slot segir að Salah sé alltaf í huga sér.
Mynd: EPA
Liverpool hefur verið í brasi og situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á morgun mun liðið leika gegn Leeds United á Elland Road og Arne Slot, stjóri Liverpool, svaraði spurningum á fréttamannafundi í morgunsárið.

Hann greindi meðal annars frá því að Conor Bradley væri kominn til baka til æfinga og gæti spilað í leiknum á morgun.

„Það eru framfaraskref í varnarleiknum og við vorum hársbreidd frá því að halda hreinu annan leikinn í röð," sagði Slot á fundinum en hann vildi horfa á jákvæðu hliðarnar. Liverpool gerði 1-1 jafntefli gegn Sunderland í vikunni eftir að hafa unnið West Ham 2-0 um síðustu helgi.

„Það er líka hægt að taka jákvæða punkta varðandi leikmennina sem komu í sumar. Þeir eru farnir að sýna meiri stöðugleika í sinni frammistöðu. Florian Wirtz er augljósastur en ég sé sama með Milos Kerkez. Alex Isak skoraði sitt fyrsta mark," segir Slot.

„Það eru jákvæðir hlutir en við erum auðvitað ekki þar sem við viljum vera. En ef við horfum á síðustu leiki og miðum þá við leikina á undan þá eru hlutir sem við höfum gert betur."

Mikið hefur verið rætt og ritað um Mo Salah sem hefur byrjað á bekknum í síðustu leikjum.

„Við erum með marga góða leikmenn og þeir eru allir í huga mér þegar ég vel byrjunarliðið. Mo hefur verið framúrskarandi leikmaður fyrir Liverpool. Hann er alltaf í huga mér, bæði þegar ég hugsa út í hverjir byrja eða eigi að koma inná.""
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner