Ray Anthony Jónsson var í vetur ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Ray Anthony spilaði með Grindavik frá 1998 til 2012. Hann spilaði tvo landsleiki fyrir U21 landslið Íslands og einn A-landsleik fyrir hönd Filippseyja. Hann þjálfaði kvennalið Grindavíkur frá 2017-2020 og Reyni Sandgerði frá 2022 en liðið hafnaði í fimmta sæti 3. deildarinnar síðasta sumar.
Ray Anthony spilaði með Grindavik frá 1998 til 2012. Hann spilaði tvo landsleiki fyrir U21 landslið Íslands og einn A-landsleik fyrir hönd Filippseyja. Hann þjálfaði kvennalið Grindavíkur frá 2017-2020 og Reyni Sandgerði frá 2022 en liðið hafnaði í fimmta sæti 3. deildarinnar síðasta sumar.
Ray ræddi við fréttamann Fótbolta.net á dögunum um nýja starfið en það má með sanni segja að hann sé kominn aftur heim enda mikill Grindvíkingur.
„Það er gaman," sagði Ray um tilfinninguna að vera kominn aftur heim í Grindavík.
„Á einhverjum tímapunkti þegar ég ákvað að fara að þjálfa þá sagði ég við sjálfan mig að ég muni einhvern tímann þjálfa Grindavík. Ég var mjög ánægður þegar stjórnin hafði samband við mig."
Þetta var á markmiðalistanum þegar Ray fór að þjálfa. „Það var svoleiðis."
Grindavík hafnaði í 10. sæti Lengjudeildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti, síðasta sumar. Þegar Ray var leikmaður þá var félagið lengst af í efstu deild.
„Við vonandi tökum þetta þangað til baka þegar allt gekk vel. Maður var ungur leikmaður þegar það gekk sem best með Grindavík. Vonandi komumst við aftur þangað á næstunni," segir Ray. „Þetta skiptir mig mjög miklu máli."
Athugasemdir




