Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   fös 28. nóvember 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray Anthony Jónsson nýráðinn þjálfari Grindavíkur svaraði spurningum frá Fótbolta.net eftir að Damir Muminovic og Hjörvar Daði Arnarsson skrifuðu undir samninga við félagið í dag.

Hann er mjög ánægður með að fá tvo öfluga leikmenn í hópinn til að hjálpa ungu strákum liðsins að vaxa og dafna.

„Damir er búinn að spila einhverja 300 leiki í efstu deild og 50 leiki í Evrópukeppni, þetta er 'winner'. Mér líst mjög vel á hann og eins með Hjörvar líka sem var í stóru hlutverki með ÍBV í fyrra," sagði Ray kátur. En hvernig tókst Grindvíkingum að sannfæra Damir um að semja ekki við félag í Bestu deildinni?

„Við spjölluðum aðeins við hann (Damir) og honum fannst verkefnið greinilega spennandi sem við erum að fara í. Hópurinn verður flottur, við erum ungir á æfingum eins og er en við eigum eftir að styrkja okkur betur.

„Það voru margir leikmenn á lánssamningum og það verða því einhverjar breytingar á liðinu. Jafnframt ætlum við að virkja ungu strákana sem komu inná eða byrjuðu einhverja leiki á síðustu leiktíð og sjá hvernig það gengur."


Ray vonast eftir að Grindavík muni kynna fleiri nýja menn til leiks á næstu dögum eftir að liðið var í fallbaráttu síðasta sumar. Ray er ekki tilbúinn til að tala um markmið næsta árs fyrr en nær dregur, en ljóst er að Grindvíkingar stefna hátt.

   28.11.2025 16:57
Damir og Hjörvar í Grindavík (Staðfest)

Athugasemdir