Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. janúar 2022 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef ég á að segja eins og er var ég spikfeitur"
Óskar ætlar að gera Ísak að hermanni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson ræddi við Fótbolta.net í kjölfarið á því að hann samdi við Breiðablik á dögunum. Hann var spurður út í síðasta tímabil og kom inn á sitt líkamlega atgervi.

Hann léttist um nokkur kíló síðasta sumar og var hann mjög öflugur seinni hluta síðasta tímabils með ÍA.

„Jú, að sjálfsögðu [get ég tekið undir að ég var vaxandi]. Ef ég á að segja eins og er var ég spikfeitur í byrjun tímabilsins. Síðan þegar fólk var farið að segja að ég væri of feitur þá tók ég mig í gegn og missti fjögur kíló á tveimur veikum. Það var reyndar aðeins of hratt, ég fékk bakflæði og svona en að léttast hjálpaði mér mjög mikið," sagði Ísak Snær.

„Ég tek ekki eftir þessu sjálfur [að ég sé of þungur] en þegar fólk var farið að benda mér á það, það voru lið að koma horfa á mig að spila og það fyrsta sem sagt var að ég væri of þungur á mér. Ég hugsaði að ef ég ætlaði að fara út þá yrði ég að létta mig. Ég varð strax léttari á mér, hraðari og leið miklu betur ef ég á að segja eins og er."

Fjögur kíló á tveimur vikum, gerðiru eitthvað sérstakt til að losa þig við þau? „Það var bara mataræði í rauninni, kötta brauðið út - kolvetnin og svona."

Varstu ánægður með tímabilið í fyrra með ÍA?

„Já, ég var ánægður með það hvernig það endaði. Mér leið ekki vel sjálfum og hafði ekki mikla trú á okkur um mitt tímabil. En hvernig þetta endaði... mér hefur aldrei liðið jafnvel. Við tókum þessa þrjá síðustu deildarleiki og komum okkur í bikarinn. Það var svekkjandi að taka ekki bikarinn í endann."

Ísak var bæði í hópnum sem og utan hópsins í U21 árs landsliðinu á síðasta ári. Væntanlega skemmtilegra að vera í liðinu heldur en ekki?

„Já, að sjálfsögðu. Ég tek þetta á mig, var of þungur og Davíð [Snorri Jónasson] vill að menn hlaupi. Ég er kannski ekki akkúrat hlaupatýpan í þetta lið ennþá en ég tresyti Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og miðað við hvernig hann talaði við mig eftir síðasta tímabil ætlar hann að gera mig að einhverjum hermanni. Vonandi kemst ég fljótt inn í liðið aftur."

Þarftu að létta þig meira til að verða að þessum hermanni?

„Ég er enn að vinna í því að létta mig um nokkur kíló, fara aðeins niður í fituprósentu. Ég vil sjálfur ekki missa of mikla vöðvaprósentu, vil halda þessum styrk sem mér finnst ég nota best í fótbolta - að halda mönnum frá mér og svona," sagði Ísak.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að niðan.
Ísak Snær: Óskar talar ekki um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner