Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. janúar 2023 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Everton með alltof marga lélega leikmenn
Mynd: Getty Images

Roy Keane sparaði ekki orðin þegar hann talaði um Everton á ITV Sport í kvöld en Everton er 2-1 undir gegn United og starfið hjá Frank Lampard í hættu.


„Risa vandamál innan sem utan vallar hjá Everton. Þeir eru með marga lélega leikmenn, mjög lélega. Hvað með peningana sem þeir hafa eytt? Útkoman síðustu 1-2 árin," sagði Keane.

Lampard stillti upp fimm manna varnarlínu í kvöld.

„Þeir verða að gera það. Þannig héldu þeir sér upp í fyrra. Þeir börðust í fyrra og eru mættir aftur í baráttuna. Ég lít yfir hópinn, sumir eru ekki í úrvalsdeildarklassa, hvað þá í Everton klassa."

Dominic Calvert-Lewin kom inn á af bekknum og skoraði eftir sendingu frá Demarai Gray en sá síðarnefndi var dæmdur rangstæður. Þegar 10 mínútur eru eftir er United með 2-1 forystu.


Athugasemdir
banner
banner