Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 06. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Jota inn - Sterling á bekknum
Jota byrjar fyrir Liverpool eftir að hafa gert tvennu gegn Arsenal.
Jota byrjar fyrir Liverpool eftir að hafa gert tvennu gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Sterling byrjar á bekknum gegn Dortmund.
Sterling byrjar á bekknum gegn Dortmund.
Mynd: Getty Images
Það er spennandi kvöld framundan í Meistaradeildinni þar sem átta-liða úrslitin hefjast með tveimur leikjum.

Manchester City tekur á móti Borussia Dortmund á Englandi og má búast við miklu fjöri er Erling Haaland og hans menn mæta til leiks. Real Madrid spilar þá við Liverpool á Alfredo Di Stefano vellinum í Madríd þar sem tvö stórveldi eigast við.

Real Madrid er án miðvarða sinna, Sergio Ramos og Raphael Varane í kvöld. Ramos er meiddur og Varane er með kórónuveiruna. Gera má ráð fyrir því að Eder Militao og Nacho byrji í hjarta varnarinnar hjá Madrídarliðinu. Það er enginn Eden Hazard hjá Real í kvöld, hann er frá vegna meiðsla.

Liverpool gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Arsenal um síðustu helgi. Diogo Jota byrjaði á bekknum gegn Arsenal en hann kemur inn fyrir Roberto Firmino í kvöld. Wijnaldum og Keita koma þá inn á miðjuna fyrir Thiago og Milner.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Vazquez, Nacho, Militao, Mendy, Casemiro, Modric, Kroos, Vinicius, Benzema, Asensio.
(Varamenn: Lunin, Altube, Marcelo, Valverde, Odriozola, Isco, Mariano, Rodrygo, Arribas, Chust)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Keita, Mane, Jota, Salah.
(Varamenn: Adrian, H. Davies, B. Davies, Thiago, Milner, Firmino, Oxlade-Chamberlain, Jones, Tsimikas, Shaqiri, R. Williams, Cain)

Guardiola ekki með sóknarmann
Manchester City, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, tekur á móti Borussia Dortmund sem er í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Raheem Sterling, Gabriel Jesus og Sergio Aguero byrja á bekknum hjá Man City og Kevin de Bruyne spilar líklega sem 'fölsk nía'. Ilkay Gundogan gæti líka mögulega gert það.

Hjá Dortmund byrjar hinn 17 ára gamli Jude Bellingham á miðjunni og Erling Haaland er fremstur. Jadon Sancho er ekki með Dortmund vegna meiðsla og er hinn 19 ára gamli Ansgar Knauff í byrjunarliðinu í hans stað. Menn eins og Thorgan Hazard og Julian Brandt byrja á bekknum hjá Dortmund.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Dias, Stones, Cancelo, Rodri, Gundogan, Bernardo, Foden, Mahrez, De Bruyne.
(Varamenn: Steffen, Trafford, Ake, Sterling, Jesus, Aguero, Zinchenko, Laporte, Torres, Mendy, Fernandinho, Garcia)

Byrjunarlið Dortmund: Hitz, Morey, Hummels, Akanji, Guerreiro, Can, Dahoud, Bellingham, Reus, Knauff, Haaland.
(Varamenn: Burki, Drljaca, Delaney, Hazard, Schulz, Brandt, Reinier, Meunier, Piszczek, Tigges, Passlack, Reyna.
Athugasemdir
banner
banner
banner