Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 06. apríl 2024 11:35
Aksentije Milisic
George Nunn í HK (Staðfest)
Mynd: Mickleover FC

Hinn 22 ára gamli George Nunn er kominn með leikheimild með HK og því mun hann geta tekið þátt í leiknum gegn KA á Akureyri á morgun.


Nunn er breskur sóknarmaður sem var eitt sinn á mála hjá enska stórliðinu Chelsea. 

Hann er uppalinn hjá Crewe, var þar til ársins 2018 og var svo í U18 og U23 liði Chelsea áður en hann hélt til Derby árið 2022. Frá komu sinni til Derby hefur hann mikið verið lánaður í burtu í ensku utandeildirnar eða alls sjö sinnum. Hann á að baki tvo leiki fyrir írska U18 landsliðið.

„Hann er búinn að vera með okkur í rauninni frá því um mánaðarmótin febrúar/mars, fór með okkur í æfingaferðina og er búinn að spila síðustu leiki. Hann er því kominn, erum bara að bíða eftir því að hann fái heimild," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net fyrr í vikunni. 

Núna er leikheimildin klár hjá Nunn en búið er að færa leiktíma KA og HK í fyrstu umferð Bestu deildarinnar og fer hann fram klukkan 13 á Greifavellinum en ekki klukkan 17 eins og til stóð.


Athugasemdir
banner