Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 03. apríl 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullfærir um að afsanna spána aftur - Bæði góð og slæm tíðindi af hópnum
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Umræðan síðustu daga og í vetur hefur verið þannig að það kom okkur ekki á óvart hvar okkur er spáð. Tímabilið leggst vel í mig, alveg eins og í fyrra. Ég tel okkur vera fullfæra um að afsanna þessa spá líkt og við gerðum á síðasta tímabili," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net í gær.

HK er spáð botnsæti Bestu deildarinnar tímabilið 2024. Í fyrra var liðinu spáð falli en hélt sæti sínu í deildinni.

HK mætir KA í fyrstu umferð deildarinnar, sá leikur fer fram á Greifavellinum á Akureyri á sunnudag.

Fer maður pressulaus inn í mótið þegar manni er spáð 12. sætinu?

„Auðvitað er enginn pressulaus, við erum undir pressu frá sjálfum okkur um það að standa okkur betur en okkur er spáð. Ég held að það eigi við um töluvert fleiri lið en bara þau sem er spáð falli. Ég held að flest lið setji meiri pressu á sjálfan sig heldur en spárnar segja til um. Það leggst bara vel í mig að reyna standa undir því og pressan um það að gera vel kemur frá okkur í hópnum; teyminu og leikmannahópnum. Það er okkar vilji að gera betur en þetta og við setjum pressu á hvorn annan. Pressan kemur ekki neinstaðar annars staðar frá."

Eru allir í hópnum meiðslafríir?

„Við misstum Brynjar Snæ (Pálsson) í meiðsli í æfingaleik um daginn. Hann verður ekki með í fyrstu umferð og kannski fyrstu tveimur. En á móti er Atli Arnarson að koma til baka, hann hefur verið frá í allan vetur, fór í aðgerð. Hann er að byrja æfa á fullu núna. Hann ætti að vera að detta inn núna í fyrstu umferðunum," sagði Ómar.
Athugasemdir
banner
banner
banner