„Umræðan síðustu daga og í vetur hefur verið þannig að það kom okkur ekki á óvart hvar okkur er spáð. Tímabilið leggst vel í mig, alveg eins og í fyrra. Ég tel okkur vera fullfæra um að afsanna þessa spá líkt og við gerðum á síðasta tímabili," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net í gær.
HK er spáð botnsæti Bestu deildarinnar tímabilið 2024. Í fyrra var liðinu spáð falli en hélt sæti sínu í deildinni.
HK er spáð botnsæti Bestu deildarinnar tímabilið 2024. Í fyrra var liðinu spáð falli en hélt sæti sínu í deildinni.
HK mætir KA í fyrstu umferð deildarinnar, sá leikur fer fram á Greifavellinum á Akureyri á sunnudag.
Fer maður pressulaus inn í mótið þegar manni er spáð 12. sætinu?
„Auðvitað er enginn pressulaus, við erum undir pressu frá sjálfum okkur um það að standa okkur betur en okkur er spáð. Ég held að það eigi við um töluvert fleiri lið en bara þau sem er spáð falli. Ég held að flest lið setji meiri pressu á sjálfan sig heldur en spárnar segja til um. Það leggst bara vel í mig að reyna standa undir því og pressan um það að gera vel kemur frá okkur í hópnum; teyminu og leikmannahópnum. Það er okkar vilji að gera betur en þetta og við setjum pressu á hvorn annan. Pressan kemur ekki neinstaðar annars staðar frá."
Eru allir í hópnum meiðslafríir?
„Við misstum Brynjar Snæ (Pálsson) í meiðsli í æfingaleik um daginn. Hann verður ekki með í fyrstu umferð og kannski fyrstu tveimur. En á móti er Atli Arnarson að koma til baka, hann hefur verið frá í allan vetur, fór í aðgerð. Hann er að byrja æfa á fullu núna. Hann ætti að vera að detta inn núna í fyrstu umferðunum," sagði Ómar.
Athugasemdir