Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju fá þær ekki að spila eins og strákarnir?
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, gefur Maríu Þórisdóttur fyrirmæli. Chelsea varð krýndur Englandsmeistari í gær.
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, gefur Maríu Þórisdóttur fyrirmæli. Chelsea varð krýndur Englandsmeistari í gær.
Mynd: Getty Images
Fjallað var aðeins um úrvalsdeild kvenna í Englandi í síðasta þætti af Heimavellinum.

Á Englandi, þar sem vöxturinn í kvennaboltanum hefur verið mikill, er búið að hætta keppni á meðan stefnt er að því að hefja úrvalsdeild karla aftur síðar í þessum mánuði.

Sjá einnig:
Gríðarlega vandræðalegt fyrir enska knattspyrnusambandið

Búið er að krýna Chelsea em Englandsmeistara þrátt fyrir að liðið hafi verið í öðru sæti í deildinni þegar keppni var aflýst. Manchester City var á toppnum með 40 stig úr 16 leikjum en Chelsea hafði leikið leik færra og var með 39 stig. Farið var eftir meðalfjölda stiga á leik og því er Chelsea meistari.

Sú ákvörðun að fara eftir meðalfjölda stiga gerir að verkum að Liverpool fellur í B-deildina en Aston Villa kemst upp í deild þeirra bestu.

„Þetta er vel þreytt. Af hverju fá þær ekki að spila bara eins og strákarnir?" sagði Aníta Lísa Svansdóttir, sem var í þættinum með þeim Huldu Mýrdal og Mist Rúnarsdóttur.

Einnig var Phil Neville gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur komið fram eftir að hann hætti með enska kvennalandsliðið, en umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn - Lengjuspáin 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner