Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Öxlin að trufla Bellingham - Gæti verið lengi frá eftir EM
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham verður mögulega frá í þrjá mánuði í byrjun næsta tímabils.

Bellingham átti stórkostlegt fyrsta tímabil með Real Madrid og vann hann Meistaradeildina og spænsku úrvalsdeildina. Hann er núna á leið á EM með enska landsliðinu þar sem hann er algjör lykilmaður.

Það hefur verið mikið að gera hjá Bellingham á tímabilinu en hann hefur spilað í gegnum sársauka mest allt tímabilið eftir að hann fór úr axlarlið í markalausu jafntefli gegn Rayo Vallecano þann 5. nóvember síðastliðinn.

Fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sást hann mikið halda um öxlina og er það augljóst að þetta er vandamál sem er að trufla hann.

Samkvæmt spænska fjölmiðlinum Cadena SER þá hefur sársaukinn aukist talsvert undir lok tímabilsins. Ef það skánar ekkert á næstu vikum þá er enginn annar möguleiki fyrir hann en að gangast undir aðgerð. Ef svo verður, þá verður hann frá í þrjá mánuði í byrjun næsta tímabils.

Það er vonandi fyrir Englendinga að meiðslin munu ekki trufla Bellingham á EM í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner