Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Lið 4. umferðar - Skagamenn stálu senunni
Steinar Þorsteinsson fagnar marki sínu gegn Val.
Steinar Þorsteinsson fagnar marki sínu gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason skoraði gegn Víkingi.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4-1 útisigur ÍA á Vals var hápunkturinn í fjórðu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar og ÍA á fimm leikmenn í liði umferðarinnar!

Árni Snær Ólafsson var frábær í markinu hjá ÍA á föstudaginn og Lars Johannsson mjög öflugur í vörninni. Viktor Jónsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Steinar Þorsteinsson voru allir á skotskónum og þeir náðu að stríða varnarmönnum Vals hvað eftir annað.

Rauðu spjöldin voru í aðalhlutverki í 2-0 sigri KR á Víkings R. Kristján Flóki Finnbogason skoraði fyrir KR og átti fínan leik.

KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Akureyri. Höskuldur Gunlaugsson var góður í liði Breiðabliks og varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason skoraði og var öflugur hjá KA.

Fylkir sótti sigur yfir Gullinbrúna en liðið lagði Fjölni 2-1. Miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson var maður leiksins þar.

Grótta og HK gerðu 4-4 jafntefli í rosalegum leik á Seltjarnarnesi. Axel Sigurðarson skoraði og lagði upp mark fyrir Gróttu og Arnþór Ari Atlason skoraði tvö mörk fyrir HK.

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner