Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
banner
   þri 06. júlí 2021 23:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórdís Hrönn á leið til Kýpur
Þórdís í leik á þessari leiktíð.
Þórdís í leik á þessari leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið á láni til kýpverska félagsins Apollon á láni fram á næsta ár. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Þórdís gekk í raðir Breiðabliks frá KR eftir síðasta tímabil. Hún er 27 ára gömul og getur spilað bæði á kantinum sem og á miðjunni.

Þórdís hefur leikið með Breiðabliki, Þór/KA, Stjörnunni og KR í meistaraflokki á Íslandi. Hún hefur áður farið í atvinnumennsku en hún hefur verið hjá Alta og Kristianstad í Svíþjóð.

Hún á að baki tvo A-landsliðsleiki og hefur skorað 23 mörk í 102 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún hefur komið við sögu í sjö af níu deildarleikjum Breiðabliks í sumar.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti í viðtali við Fótbolta.net í kvöld að leikmaður Breiðabliks væri á leið í atvinnumennsku.
Vilhjálmur: Þið eruð ekki búin að þefa það uppi
Athugasemdir
banner
banner
banner