Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 06. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Alex Þór Hauksson og Ísak fagna eftir að Stjarnan sigraði Fylki í fyrstu umferðinni nú í sumar.
Alex Þór Hauksson og Ísak fagna eftir að Stjarnan sigraði Fylki í fyrstu umferðinni nú í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson.
Heiðar Ægisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Berg Bryde fagnaði með Ísaki.
Björn Berg Bryde fagnaði með Ísaki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Konráðsson.
Kristófer Konráðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri skaust heldur betur upp á sjónarsviðið þegar hann skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Ísak kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma.

Ísak hefur komið við sögu í þremur leikjum með Stjörnunni í sumar. Hann á að baki tvo U16 landsleiki. Hann var á bekknum í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Sjá einnig:
Ísak sá fyrsti fæddur 2003 til að skora í efstu deild
Ísak Andri: Óli sagði mér að klára leikinn

Fullt nafn: Ísak Andri Sigurgeirsson.

Gælunafn: Alltaf bara kallaður Ísak.

Aldur: 16 ára.

Hjúskaparstaða: Lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn var æfingaleikur á móti Víkingi Reykjavík í nóvember 2018.

Uppáhalds drykkur: Hvítur Powerade.

Uppáhalds matsölustaður: Ali Baba.

Hvernig bíl áttu: Engan, er ekki kominn með bílpróf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fear City á Netflix.

Uppáhalds tónlistarmaður: Young Dolph.

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Borða ekki ís.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “ok kem”, var að biðja pabba að sækja mig á æfingu.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Dettur svo sem ekkert sérstakt lið í hug.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ætli Birkir Már Sævarsson fái það ekki.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þessi er erfið, margir góðir sem hafa kennt mér margt. Nefni sérstaklega Veigar Pál og Andrés Má, svo voru líka Siggi Höskulds, Leon Péturs og Dóri Emils alltaf mjög hvetjandi við mig.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Óþolandi að mæta Heiðari Ægis á æfingum, erfitt að fara framhjá honum.

Sætasti sigurinn: Úrslitaleikurinn á Gothia Cup í fyrra, urðum fyrsta íslenska liðið til að vinna mótið. Verð líka að nefna sigurinn á Fylki í fyrstu umferðinni í Pepsi Max deildinni í sumar.

Mestu vonbrigðin: Að hafa aldrei orðið Íslandsmeistari í fótbolta.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri nú ekki leiðinlegt að fá Óla Kalla heim í Garðabæinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Eggert Aron Guðmundsson í Stjörnunni, hann gæti náð langt.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Félagi minn Sigurbergur Áki, ekkert eðlilega huggulegur.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Krissi Konn.

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðabærinn.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Á yngra ári í 6. flokki á Shellmótinu í Eyjum var mér skipað að fara í mark í síðasta leiknum á mótinu því markmaðurinn okkar vildi fá að spila einn leik úti, ég fór að hágráta en fór samt í markið og varði m.a. víti.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta, aðallega NBA.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Smíði og textíl, alveg vonlaus.

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert eitt ákveðið augnablik sem kemur upp í hugann, var samt pínu vandræðalegt að þurfa að útskýra fyrir Rúnari Páli fyrir síðasta leik í Pepsi Max í fyrra að ég gæti ekki verið í hóp því ég meiddist í leikfimi.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Óla Val Ómarsson, Bjarka Snæ Sigurðsson og Hrafn Hallgrímsson, það yrði ekkert eðlilega skemmtilegt.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í körfubolta.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Líklega Björn Berg, hann er algjör kóngur.

Hverju laugstu síðast: Að Lalli Sig í Val væri besti markmaður Íslandssögunnar.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun.

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ætli ég myndi ekki spyrja Cristiano hver væri lykillinn að árangri.
Athugasemdir
banner
banner