Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
   mán 15. júní 2020 22:19
Kristófer Jónsson
Ísak Andri: Óli sagði mér að klára leikinn
Óli ræðir við Ísak Andra rétt áður en hann fer inná.
Óli ræðir við Ísak Andra rétt áður en hann fer inná.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson reyndist hetja Stjörnumanna í dag gegn Fylki þegar að hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri. Ísak er fæddur árið 2003 og var þetta hans fyrsti leikur í Pepsi Max-deildinni.

„Óli (Jóhannesson) sagði mér bara að koma inn og klára leikinn og ég reyndi að gera það með því að setja þetta mark." sagði Ísak eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

Fylkismenn komust yfir í leiknum þegar að um það bil ein mínúta var liðin en eftir það tóku Stjörnumenn öll völd á vellinum.

„Mér fannst við góðir á flestum sviðum í dag. Það var óþarfi að fá á okkur mark strax á fyrstu mínútu og það er eitthvað sem að við þurfum að bæta."

Eins og áður segir er Ísak Andri fæddur árið 2003 og var þetta hans fyrsti leikur í Pepsi Max-deildinni.

„Mín markmið eru bara að spila eins vel og ég get með meistaraflokk og gera mitt besta þegar að ég kem inná." sagði Ísak að lokum.

Nánar er rætt við Ísak í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner