Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
   mán 15. júní 2020 22:19
Kristófer Jónsson
Ísak Andri: Óli sagði mér að klára leikinn
Óli ræðir við Ísak Andra rétt áður en hann fer inná.
Óli ræðir við Ísak Andra rétt áður en hann fer inná.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson reyndist hetja Stjörnumanna í dag gegn Fylki þegar að hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri. Ísak er fæddur árið 2003 og var þetta hans fyrsti leikur í Pepsi Max-deildinni.

„Óli (Jóhannesson) sagði mér bara að koma inn og klára leikinn og ég reyndi að gera það með því að setja þetta mark." sagði Ísak eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

Fylkismenn komust yfir í leiknum þegar að um það bil ein mínúta var liðin en eftir það tóku Stjörnumenn öll völd á vellinum.

„Mér fannst við góðir á flestum sviðum í dag. Það var óþarfi að fá á okkur mark strax á fyrstu mínútu og það er eitthvað sem að við þurfum að bæta."

Eins og áður segir er Ísak Andri fæddur árið 2003 og var þetta hans fyrsti leikur í Pepsi Max-deildinni.

„Mín markmið eru bara að spila eins vel og ég get með meistaraflokk og gera mitt besta þegar að ég kem inná." sagði Ísak að lokum.

Nánar er rætt við Ísak í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner