Ísak Andri Sigurgeirsson reyndist hetja Stjörnumanna í dag gegn Fylki þegar að hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri. Ísak er fæddur árið 2003 og var þetta hans fyrsti leikur í Pepsi Max-deildinni.
„Óli (Jóhannesson) sagði mér bara að koma inn og klára leikinn og ég reyndi að gera það með því að setja þetta mark." sagði Ísak eftir leikinn.
„Óli (Jóhannesson) sagði mér bara að koma inn og klára leikinn og ég reyndi að gera það með því að setja þetta mark." sagði Ísak eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Fylkir
Fylkismenn komust yfir í leiknum þegar að um það bil ein mínúta var liðin en eftir það tóku Stjörnumenn öll völd á vellinum.
„Mér fannst við góðir á flestum sviðum í dag. Það var óþarfi að fá á okkur mark strax á fyrstu mínútu og það er eitthvað sem að við þurfum að bæta."
Eins og áður segir er Ísak Andri fæddur árið 2003 og var þetta hans fyrsti leikur í Pepsi Max-deildinni.
„Mín markmið eru bara að spila eins vel og ég get með meistaraflokk og gera mitt besta þegar að ég kem inná." sagði Ísak að lokum.
Nánar er rætt við Ísak í spilaranum að ofan.
Athugasemdir