Stjarnan sigraði í kvöld Fylki, 2-1, eftir að hafa lent marki undir á fyrstu mínútu leiksins.
Það voru þeir Hilmar Árni Halldórsson og Ísak Andri Sigurgeirsson sem skoruðu mörk Stjörnunnar og kom mark Ísaks á þriðju mínútu uppbótartíma seinni hálfleiks.
Það voru þeir Hilmar Árni Halldórsson og Ísak Andri Sigurgeirsson sem skoruðu mörk Stjörnunnar og kom mark Ísaks á þriðju mínútu uppbótartíma seinni hálfleiks.
Ingvi Þór Sæmundsson, blaðamaður Vísis, bendir á þá staðreynd að Ísak sé sá fyrsti til að skora í Pepsi Max-deildinni sem fæddur er árið 2003.
„Ísak Andri fyrsta 2003 barnið sem skorar í efstu deild," skrifar Ingvi á Twitter.
Lýsingu Kristófers Jónssonar, sem textalýsti leiknum beint frá Samsung vellinum var svo hljóðandi: „ÞAÐ ER FLAUTUMARK!!!!!!!! Þvílík dramatík!! Heiðar Ægisson rennir boltanum fyrir þar sem að Ísak er einn og óvaldaður. Skot hans hefur viðkomu í Ásgeiri Eyþórssyni varnarmanni Fylkis og þaðan í netið. Ekki fallegasta markið en mark var það þó. Sautján ára hetja!!!"
Smá athugasemd á Kristófer: Ísak er ekki orðinn sautján ára!
Athugasemdir