Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru sterkir í upphafi leiks en það voru KA menn sem skoruðu markið sem skildi liðin að.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það var mikilvægt að ná þessu marki, þetta var hörku leikur, tvö góð lið. Svo urðum við manni fleiri, það er oft kúnst að spila þannig að þeir hafi engu að tapa. Mér fannst við gera mjög vel í dag, þetta sýnir hvernig við erum búnir að vera undanfarnar vikur," sagði Viðar Örn.

Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Viðari í seinni hálfleik.

„Það var mjög mikið rautt, ef ekki þá hefði þetta verið gult spjald og víti. Mér fannst ég vera á vítateigslínunni en ég er ekki alveg viss. Þetta er 50/50 en ég snerti hann á undan þannig þetta er bókað rautt," sagði Viðar Örn.

Viðar er byrjaður að raða inn mörkunum.

„Ég myndi segja að ég væri kominn í gang. Ef maður horfir á undanfarna leiki hjá mér þá er ég búinn að vaxa mikið og nú eru mörkin komin inn líka, ég get ekki beðið eftir næsta leik og skora líka."


Athugasemdir
banner
banner
banner