Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru sterkir í upphafi leiks en það voru KA menn sem skoruðu markið sem skildi liðin að.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það var mikilvægt að ná þessu marki, þetta var hörku leikur, tvö góð lið. Svo urðum við manni fleiri, það er oft kúnst að spila þannig að þeir hafi engu að tapa. Mér fannst við gera mjög vel í dag, þetta sýnir hvernig við erum búnir að vera undanfarnar vikur," sagði Viðar Örn.

Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Viðari í seinni hálfleik.

„Það var mjög mikið rautt, ef ekki þá hefði þetta verið gult spjald og víti. Mér fannst ég vera á vítateigslínunni en ég er ekki alveg viss. Þetta er 50/50 en ég snerti hann á undan þannig þetta er bókað rautt," sagði Viðar Örn.

Viðar er byrjaður að raða inn mörkunum.

„Ég myndi segja að ég væri kominn í gang. Ef maður horfir á undanfarna leiki hjá mér þá er ég búinn að vaxa mikið og nú eru mörkin komin inn líka, ég get ekki beðið eftir næsta leik og skora líka."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner