Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru sterkir í upphafi leiks en það voru KA menn sem skoruðu markið sem skildi liðin að.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það var mikilvægt að ná þessu marki, þetta var hörku leikur, tvö góð lið. Svo urðum við manni fleiri, það er oft kúnst að spila þannig að þeir hafi engu að tapa. Mér fannst við gera mjög vel í dag, þetta sýnir hvernig við erum búnir að vera undanfarnar vikur," sagði Viðar Örn.

Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Viðari í seinni hálfleik.

„Það var mjög mikið rautt, ef ekki þá hefði þetta verið gult spjald og víti. Mér fannst ég vera á vítateigslínunni en ég er ekki alveg viss. Þetta er 50/50 en ég snerti hann á undan þannig þetta er bókað rautt," sagði Viðar Örn.

Viðar er byrjaður að raða inn mörkunum.

„Ég myndi segja að ég væri kominn í gang. Ef maður horfir á undanfarna leiki hjá mér þá er ég búinn að vaxa mikið og nú eru mörkin komin inn líka, ég get ekki beðið eftir næsta leik og skora líka."


Athugasemdir
banner
banner