Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 06. desember 2023 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea búið að finna arftaka Silva?
Mynd: Getty Images
Jonathan Tah, varnarmaður Bayer Leverkusen, er efstur á blaði hjá Chelsea til að taka við keflinu af Thiago Silva í sumar, en þetta segir þýski blaðamaðurinn Christian Falk.

Silva, sem er 39 ára gamall, verður samningslaus eftir tímabilið og stendur ekki til að framlengja.

Hann mun líklega halda aftur til Brasilíu og klára ferilinn hjá Fluminense.

Chelsea er að vinna í því að finna arftaka hans og er þar nafn Tah efst á blaði.

Þessi 27 ára gamli miðvörður er fastamaður í liði Bayer Leverkusen sem hefur spilað frábæran fótbolta undir stjórn Xabi Alonso á tímabilinu.

Í sumar hefðu félög getað fengið Tah fyrir aðeins 18 milljónir evra en sú klásúla rann út í júlí. Hann er með nýja klásúlu sem gildir til 2025, en ekki er ljóst hvað Chelsea þyrfti að greiða til að fá hann lausan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner