Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
   mið 06. desember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ter Stegen þarf að fara í aðgerð
Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, tilkynnti á Instagram reikningi sínum að hann væri á leið í aðgerð vegna bakmeiðsla.

Þýski markvörðurinn hefur ekki spilað í tæpan mánuð vegna meiðslanna og segir að aðgerð sé réttasta og öruggasta lausnin upp á framtíðina.

Hann missti af síðustu leikjum hjá Þýskalandi og hefur misst af síðustu leikjum hjá Barcelona.

Í sautján leikjum með Barcelona á þessu tímabili hefur hann haldið hreinu átta sinnum.

Ter Stegen er 31 árs og hefur verið hjá Barcelona síðan 2014. Spánverjinn Inaki Pena hefur varið mark Barcelona í fjarveru Ter Stegen og hélt markinu hreinu gegn Atletico Madrid í sigri um liðna helgi.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 15 21 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 20 27 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner