Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   lau 06. desember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Strasbourg dæmir verðandi leikmann Chelsea í eins leiks bann
Mynd: Chelsea
Franska félagið Strasbourg hefur ákveðið að dæma Emanuel Emegha, fyrirliða liðsins í eins leiks bann fyrir ummæli sem hann lét falla á dögunum.

Emegha var ekki sáttur með spiltímann sinn og sagði að ástæðan fyrir tapi liðsins undanfarið hafi verið vegna þess að hann var ekki að spila.

„Emma lét nokkur klaufaleg ummæli falla við fjölmiðla sem særðu marga og hann þurfti að taka út refsingu fyrir það,“ sagði Liam Rosenior, stjóri liðsins.

Emegha er 22 ára gamall hollenskur framherji en hann mun ganga til liðs við Chelsea á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner