Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. janúar 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Bryndís Rut maður ársins á Norðurlandi vestra
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, hefur verið kjörin maður ársins á Norðurlandi vestra í kosningu hjá feykir.is.

Bryndís er fyrirliði Tindastóls sem vann Lengjudeildina síðastliðið sumar og spilar í Pepsi Max-deildinni í ár.

Hin 25 ára gamla Bryndís fór fyrir sínu liði í hjarta varnarinnar sem fékk aðeins á sig sjö mörk í 17 leikjum.

„Í tilnefningu sem Feyki barst segir meðal annars að Bryndís Rut hafi verið jákvæð og hugrökk, stjórnað sínu liði með góðu fordæmi og talanda og vart stigið feilspor á vellinum. „Hún er fyrsti fyrirliði knattspyrnuliðs í sögu Tindastóls sem leiðir lið sitt upp í efstu deild.“

Nánar á feykir.is
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner