Chelsea hefur fengið sjö rauð spjöld á tímabilinu, þar af fimm í úrvalsdeildinni.
Cucurella fékk að líta rauða spjaldið á Craven Cottage í kvöld fyrir að rífa Harry Wilson, leikmann Fulham, niður þegar hann var að sleppa í gegn.
Cucurella fékk að líta rauða spjaldið á Craven Cottage í kvöld fyrir að rífa Harry Wilson, leikmann Fulham, niður þegar hann var að sleppa í gegn.
Leikmenn Chelsea voru æfir yfir dómnum og Enzo Fernandez, Tosin Adarabioyo og Cole Palmer fengu allir gult spjald fyrir kjaftbrúk. Marco Silva, stjóri Fulham, fékk einnig gult spjald þar sem hann vildi fá vítaspyrnu.
„Hann heldur í hann áfram inn í teignum. Ég held að þetta sé vítaspyrna en þeir munu halda sig við ákvörðunina innan vallar," sagði Mike Dean, fyrrum dómari í úrvalsdeildinni, á Sky Sports.
Úrvalsdeildin sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að brotið hafi byrjað utan teigs og því hafi aukaspyrna verið dæmd. Wilson skoraði undir blálok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan er markalaus í hálfleik.
Sjáðu atvikið hér
#FULCHE – 22’
— Premier League Match Centre (@PLMatchCentre) January 7, 2026
The referee’s call of free-kick to Fulham and a red card to Cucurella for denial of an obvious goal-scoring opportunity (DOGSO) was checked and confirmed by VAR - with it deemed that Cucurella committed a holding offence that did not continue into the penalty area.
Athugasemdir


