Miðjumaðurinn Kristinn Steindórsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik í Pepsi Max-deild karla.
Fyrst var greint frá þessu á 433.is en Breiðablik staðfesti svo.
„Það er virkilegt ánægjuefni að fá Kidda aftur heim. Hann mun styrkja liðið innan vallar og utan og ég horfi til þess að hann geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna okkar," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Kristinn hefur undanfarin tvö tímabil leikið með FH en fann sig ekki hjá Hafnarfjarðarfélaginu.
Fyrst var greint frá þessu á 433.is en Breiðablik staðfesti svo.
„Það er virkilegt ánægjuefni að fá Kidda aftur heim. Hann mun styrkja liðið innan vallar og utan og ég horfi til þess að hann geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna okkar," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Kristinn hefur undanfarin tvö tímabil leikið með FH en fann sig ekki hjá Hafnarfjarðarfélaginu.
Kristinn er uppalinn Bliki sem yfirgaf Kópavoginn árið 2011 og samdi við Halmstad í Svíþjóð. Síðar lék hann með Colombus Crew í Bandaríkjunum og GIF Sundsvall.
Kristinn fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir síðustu leiktíð og hann æfði með Víkingi Reykjavík fyrir áramót en fékk ekki samningstilboð.
Kristinn varð bikarmeistari með Breiðabliki 2009 og Íslandsmeistari árið á eftir.
Blikum var spáð þriðja sæti í ótímabæru spánni sem opinberuð var um síðustu helgi.
Athugasemdir