sun 07. febrúar 2021 18:42 |
|
Magnað Man City lið að gera deildina óspennandi
Einum leik frá því að bæta met með sigurgöngu sinni
Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu hefur Manchester City farið á kostum undanfarnar vikur.
Pep Guardiola er búinn að finna réttu blönduna og er grunnurinn lagður með þá John Stones og Ruben Dias í hjarta varnarinnar.
City hafði betur gegn ríkjandi Englandsmeisturum Liverpool í dag, 1-4 á Anfield.
Núna er City búið að vinna 14 leiki í röð í öllum keppnum og er það jöfnun á meti hjá ensku félagsliði í efstu deild. Þetta er jöfnun á sigurgöngum Preston (sem endaði 1892) og Arsenal (sem endaði 1987).
City, sem er núna í þægilegum málum á toppi ensku úrvalseildarinnar, getur bætt metið á útivelli gegn Swansea í FA-bikarnum í vikunni. Fyrir nokkrum vikum var deildin ótrúlega spennandi en þetta er fljótt að breytast.
Pep Guardiola er búinn að finna réttu blönduna og er grunnurinn lagður með þá John Stones og Ruben Dias í hjarta varnarinnar.
City hafði betur gegn ríkjandi Englandsmeisturum Liverpool í dag, 1-4 á Anfield.
Núna er City búið að vinna 14 leiki í röð í öllum keppnum og er það jöfnun á meti hjá ensku félagsliði í efstu deild. Þetta er jöfnun á sigurgöngum Preston (sem endaði 1892) og Arsenal (sem endaði 1987).
City, sem er núna í þægilegum málum á toppi ensku úrvalseildarinnar, getur bætt metið á útivelli gegn Swansea í FA-bikarnum í vikunni. Fyrir nokkrum vikum var deildin ótrúlega spennandi en þetta er fljótt að breytast.
14 - @ManCity have now equalled the all-time winning run by an English top-flight side across all competitions, winning each of their last 14 matches – the same number as Preston (ending in 1892) and Arsenal (ending in 1987). Stupendous. #LIVMCI pic.twitter.com/AjRx833bsO
— OptaJoe (@OptaJoe) February 7, 2021
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
12:30