Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 07. febrúar 2021 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnað Man City lið að gera deildina óspennandi
Einum leik frá því að bæta met með sigurgöngu sinni
Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu hefur Manchester City farið á kostum undanfarnar vikur.

Pep Guardiola er búinn að finna réttu blönduna og er grunnurinn lagður með þá John Stones og Ruben Dias í hjarta varnarinnar.

City hafði betur gegn ríkjandi Englandsmeisturum Liverpool í dag, 1-4 á Anfield.

Núna er City búið að vinna 14 leiki í röð í öllum keppnum og er það jöfnun á meti hjá ensku félagsliði í efstu deild. Þetta er jöfnun á sigurgöngum Preston (sem endaði 1892) og Arsenal (sem endaði 1987).

City, sem er núna í þægilegum málum á toppi ensku úrvalseildarinnar, getur bætt metið á útivelli gegn Swansea í FA-bikarnum í vikunni. Fyrir nokkrum vikum var deildin ótrúlega spennandi en þetta er fljótt að breytast.

Athugasemdir
banner
banner