Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2021 10:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuanzebe varð aftur fyrir kynþáttaníði eftir leikinn í gær
Mynd: Getty Images
Axel Tuanzebe varð fyrir kynþáttaníði á dögunum og varð hann aftur fyrir slíku ofbeldi í gærkvöldi eftir leik Manchester United og Everton, tvisvar sinnum á síðustu tíu dögum!

Fleiri en einn einstaklingur setti athugsemd við færslu Tuanzebe á Instagram, þeir settu mynd af apa (emojis) í athugasemd og þá var Tuanzebe einnig beðinn um að hætta í fótbolta.

Tuanzebe kom inn á undir lok leiksins þegar Ole Gunnar Solskjær ætlaði að þétta raðirnar í stöðunni 3-2. Tuanzebe braut á leikmanni Everton þegar komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma og í kjölfarið jafnaði Everton með marki frá Dominic Calvert-Lewin.

Lögreglan í Manchester og úrvalsdeildin er þegar að rannsaka kynnþáttaníðina sem átti sér stað eftir leikinn gegn Sheffield United á dögunum en þá urðu þeir Marcus Rashford og Anthony Martial einnig fyrir barðinu á kynþáttaníði.
Athugasemdir
banner
banner
banner