lau 07. maí 2022 13:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Luton í umspil - Meistararnir steinlágu
Kieffer Moore markaskorari Bournemouth
Kieffer Moore markaskorari Bournemouth
Mynd: Getty Images

Lokaumferðin í Championship deildinni á Englandi fór fram í dag.


Titilbaráttunni var lokið en Fulham hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir lokaumferðina. Liðið mætti Sheffield United í dag sem freistaðist þess að komast í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.

Úrslitin voru nánast ráðin eftir 25 mínútna leik þegar Sander Berge skoraði þriðja mark Sheffield en staðan var 3-0 í hálfleik. Enda Stevens kláraði leikinn í upphafi síðari hálfleik 4-0 siguir Sheffield staðreynd.

Sheffield fer þá í umspilið. Luton og Middlesbrough börðust um síðasta sætið í umspilinu.

Luton tapaði 7-0 gegn Fulham í síðustu umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og komst í umspilið með 1-0 sigri á Reading. Það var Harry Cornick sem skoraði markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Middlesbrough tapaði 4-1 gegn Preston á sama tíma.

Fallbaráttunni var lokið fyrir lokaumferðina. Lærisveinar Wayne Rooney í Derby töpuðu síðasta leiknum sínum í Championship deildinni með einu marki gegn engu á móti Cardiff.

Önnur úrslit dagsins og niðurstöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Bournemouth 1 - 0 Millwall
1-0 Kieffer Moore ('81 )

Birmingham 1 - 2 Blackburn
0-1 John Buckley ('29 )
0-2 Ben Brereton ('45 )
1-2 Kristian Pedersen ('78 )

Derby County 0 - 1 Cardiff City
0-1 Jordan Hugill ('55 )

Huddersfield 2 - 0 Bristol City
1-0 Harry Toffolo ('33 )
2-0 Danny Ward ('44 )

Hull City 1 - 1 Nott. Forest

Luton 1 - 0 Reading
1-0 Harry Cornick ('45 )

Peterborough United 5 - 0 Blackpool
1-0 Jonson Clarke-Harris ('36 )
2-0 Sammie Szmodics ('62 )
3-0 Sammie Szmodics ('70 )
4-0 Jack Marriott ('85 )
5-0 Jack Taylor ('89 )

Preston NE 4 - 1 Middlesbrough
1-0 Alan Browne ('24 )
1-1 Dael Fry ('35 , sjálfsmark)
1-2 Marcus Tavernier ('48 )
2-2 Emil Riis Jakobsen ('53 )
3-2 Emil Riis Jakobsen ('74 )
Rautt spjald: Paddy McNair, Middlesbrough ('74)

Sheffield Utd 4 - 0 Fulham
1-0 Morgan Gibbs-White ('10 )
2-0 Iliman Ndiaye ('21 )
3-0 Sander Berge ('25 )
4-0 Enda Stevens ('49 )

Stoke City 1 - 1 Coventry
0-1 Viktor Gyokeres ('14 )
1-1 Samuel Clucas ('43 )

Swansea 0 - 1 QPR
0-1 Andre Gray ('80 )

West Brom 4 - 0 Barnsley
1-0 Karlan Grant ('37 )
2-0 Adam Reach ('40 )
3-0 Matt Clarke ('52 )
4-0 Karlan Grant ('60 )













Athugasemdir
banner
banner
banner