
Magnús Orri Schram: 'Nú bara kemur í ljós úr hverju við erum gerð, mótlæti er til að sigrast á og við þekkjum bæði gleði og tár'

'Þetta er sárt en lífið heldur áfram, framundan er spennandi haust þar sem ég vona að fólk mæti á völlinn og styðji strákana'
„Það líður engum KR-ing vel í dag, við erum öll þar, við hittum á vondan dag í gær og Víkingarnir áttu góðan dag í gær, og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Nú bara kemur í ljós úr hverju við erum gerð, mótlæti er til að sigrast á og við þekkjum bæði gleði og tár eins og segir í kvæðinu."
„Þetta var erfiður dagur í gær, en nú förum við bara saman inn í þetta verkefni sem framundan er. Liðið hefur átt alveg frábærar stundir í sumar, spilað frábæran fótbolta, við erum í uppbyggingarfasa og við vissum áður en tímabilið hófst að við myndum lenda í því að þurfa að taka skrefið til baka og við lentum í því í gær. Við erum á vegferð og erum ekkert að kvika frá henni," segir Magnús Orri Schram, formaður fótboltadeildar KR, eftir 0-7 tap KR gegn Víkingi í 22. umferð Bestu deildarinnar í gær.
KR er án sigurs í þremur leikjum og gæti eftir leik ÍA og Aftureldingar seinna í dag verið í fallsæti þegar 22 umferðum er lokið, en framundan eru fimm leikir í neðri hluta deildarinnar, fimm leikir til þess að bjarga sér frá falli.
„Þetta var erfiður dagur í gær, en nú förum við bara saman inn í þetta verkefni sem framundan er. Liðið hefur átt alveg frábærar stundir í sumar, spilað frábæran fótbolta, við erum í uppbyggingarfasa og við vissum áður en tímabilið hófst að við myndum lenda í því að þurfa að taka skrefið til baka og við lentum í því í gær. Við erum á vegferð og erum ekkert að kvika frá henni," segir Magnús Orri Schram, formaður fótboltadeildar KR, eftir 0-7 tap KR gegn Víkingi í 22. umferð Bestu deildarinnar í gær.
KR er án sigurs í þremur leikjum og gæti eftir leik ÍA og Aftureldingar seinna í dag verið í fallsæti þegar 22 umferðum er lokið, en framundan eru fimm leikir í neðri hluta deildarinnar, fimm leikir til þess að bjarga sér frá falli.
Lestu um leikinn: KR 0 - 7 Víkingur R.
Er í boði fyrir KR að falla á þessu tímabili?
„Það er ekki það versta í heimi. Að sjálfsögðu förum við þannig inn í framhaldið að við ætlum okkur ekki að falla. Við munum gera okkar allra besta til þess að svo gerist ekki. KR varð Íslandsmeistari 2000 og 2002 en gat fallið 2001, björguðum okkur í síðasta leik. Við höfum prófað ýmislegt, fyrstu 30 árin af minni ævi upplifði ég fall; við unnum ekki neitt í 30 ár. Alls konar lið hafa fallið og komið sterk til baka. Þetta var áfall í gær, nú höldum við áfram og sýnum úr hverju við erum gerð. Strákunum líður öllum illa, þetta er verkefni framundan fyrir okkur öll. Nú þurfa leikmenn, þjálfarateymi, stjórn og stuðningsmenn að standa saman og styðja við strákana okkar á þessari vegferð sem er framundan."
Eru einhverjar líkur á því að það verði gerð þjálfarabreyting hjá KR?
„Það eru engar líkur á því að það verði gerð þjálfarabreyting hjá KR," segir Magnús Orri ákveðinn.
„Það er ekki til meiri KR-ingur í þessum heimi en Óskar Hrafn Þorvaldsson. Við erum á vegferð með KR, ætlum að reyna að búa til lið í KR sem getur keppt til frambúðar um titla á Íslandi. Við gerum það ekki yfir nóttu eða á einum mánuði. Þetta er langtímaverkefni og við erum á þeirri leið. Við vissum að þetta myndi taka langan tíma, vissum að þetta yrði erfitt á stundum, en við erum á leiðinni að búa til lið sem keppir við þau allra bestu á Íslandi."
„Við erum að upplifa það núna að þetta sé sárt, en til langs tíma litið erum við á réttri leið. Þess vegna hef ég, og allir sem eru í kringum þetta, fulla trú á verkefninu sem er framundan. Þetta er sárt en lífið heldur áfram, framundan er spennandi haust þar sem ég vona að fólk mæti á völlinn og styðji strákana."
Hvað viltu sjá frá liðinu í síðustu fimm leikjunum?
„Ég veit að strákarnir munu leggja sig 110% fram í þessum leikjum sem eru framundan. Ég fann það í gær á þeim að þeir munu koma tvíefldir til baka. Ég fór inn í klefa eftir leikinn, eins og ég geri eftir alla leiki bæði karla- og kvennamegin, fer inn í klefa, þakka fyrir leikinn og segi þar sem mér býr í brjósti. Við munum koma tvíefld til baka, öll sem eitt, bæði innan vallar sem utan," segir Magnús.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 21 | 9 | 6 | 6 | 36 - 34 | +2 | 33 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
8. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 21 | 6 | 1 | 14 | 23 - 42 | -19 | 19 |
Athugasemdir