Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júní 2023 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Gunnar að standa sig vel á reynslu hjá Íslendingaliði Lyngby
Jakob Gunnar Sigurðsson.
Jakob Gunnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Gunnar Sigurðsson, sem er fæddur árið 2007, er núna á reynslu hjá Íslendingafélaginu Lyngby í Danmörku.

Jakob Gunnar dvelur hjá Lyngby út vikuna en hann spilaði í dag fyrir unglingalið Lyngby gegn Bröndby. Tókst honum að skora tvö mörk í 5-0 sigri.

Hann spilaði 90 mínútur í leiknum og stóð sig mjög vel.

Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Jakob Gunnar byrjað fyrstu fimm leiki Völsungs í 2. deildinni í sumar. Hann vakti athygli í fyrra þegar hann skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Völsung.

Jakob er framherji, en faðir hans er Sigurður Valdimar Olgeirsson sem er bróðir markaskoraranna Sæþórs Olgeirssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur sem allir á Húsavík kannast við. Sigurður var sjálfur mikill markaskorari í yngri flokkunum.

Lyngby er í dönsku úrvalsdeildinni en þjálfari aðalliðsins er Freyr Alexandersson. Með liðinu spila þá Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon. Lyngby náði með ótrúlegum hætti að bjarga sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner