Það vakti athygli á Húsavík á laugardag þegar Jakob Gunnar Sigurðsson var í byrjunarliði heimamanna þegar Dalvík/Reynir kom í heimsókn. Leikurinn var liður í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Jakob er fæddur árið 2007, er ekki orðinn fimmtán ára og var að byrja sinn fyrsta leik í meistaraflokki.
Jakob hafði komið við sögu í Lengjubikarnum og Kjarnafæðismótinu í vetur með Völsungi. Hann hefur spilað með Aftureldingu í yngri flokkunum en verður með Völsungi í sumar.
Jakob hafði komið við sögu í Lengjubikarnum og Kjarnafæðismótinu í vetur með Völsungi. Hann hefur spilað með Aftureldingu í yngri flokkunum en verður með Völsungi í sumar.
Jakob er framherji sem er að klára 9. bekk og gerði hann sér lítið fyrir og skoraði hann fyrra mark Völsungs í 2-5 tapi liðsins.
Leikmenn sem fæddir eru árið 2007 eru á yngra ári í 3. flokki. Faðir Jakobs er Sigurður Valdimar Olgeirsson sem er bróðir markaskoraranna Sæþórs Olgeirssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur sem allir á Húsavík og víðar kannast við. Sigurður var sjálfur mikill markaskorari í yngri flokkunum.
Athugasemdir