Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hildur Antons spáir í 7. umferð Bestu kvenna
Skoraði sigurmarkið gegn Austurríki í vikunni.
Skoraði sigurmarkið gegn Austurríki í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Agla María verður allt í öllu.
Agla María verður allt í öllu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg innsiglar sigur Vals.
Berglind Björg innsiglar sigur Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
7. umferðin í Bestu deild kvenna fer öll fram á morgun. Þrír leikir eru spilaðir klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15.

Hetjan úr sigri landsliðsins gegn Austurríki, Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið, er spámaður umferðarinnar. Hildur var að klára samning sinn við Fortuna Sittard í Hollandi og er nú í leit að nýju félagi.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, leikmaður Bayern Munchen og landsliðsins, spáði í leiki 6. umferðar og var með tvo rétta.

Svona spáir Hildur leikjunum:

Valur 3 - 2 Stjarnan (laugardagur 14:00)
Ég tel að Valur taki þennan slag. Þær þurfa á sigri að halda til að missa ekki Breiðablik of langt frá sér. Þetta verður samt ekki auðvelt þar sem Stjarnan hefur funduð taktinn og búnar að vera skora mörg mörk. Leikurinn endar 3-2 fyrir Val þar sem Fanndís og Berglind Rós skora. Á meðan Hulda Hrund og Úlfa Dís skora fyrir Stjörnuna. Berglind Björg supersub kemur síðan inná og tryggir Val sigurinn.

Fylkir 0 - 1 FH (laugardagur 14:00)
Það hefur gengið upp og niður hjá báðum liðum í sumar og líta bæði lið á þennan leik til að koma sér aftur á strik. Þetta verður stál í stál þar sem FH vinnur 0-1. Elísa Lana skorar eina mark leiksins alveg í endann.

Víkingur 2 - 0 Keflavík (laugardagur 14:00)
Ef fólk er í leita af sumrinu á Íslandi ættu þau að skella sér á leikinn í Víkinni, það er alltaf gott veður þar. Víkingur nýtir sér heimavöllinn vel og munu taka 3 stig úr þessum leik. Það verður of mikið logn í Fossvoginum fyrir Keflavík svo það mun taka þær tíma til að komast inní leikinn. Á þeim tíma verður Sigdís og Selma Dögg Fyrirliði búnar að setja sitthvort markið. Leikurinn endar 2-0.

Þróttur 1 - 1 Tindastóll (laugardagur 16:15)
Þetta verður jafn leikur milli tveggja liða sem eiga nóg inni. Þróttarar hafa ekki verið að ná í úrslitin en eru að spila leikina vel. Tindastóll hafa verið að taka stig af liðunum í kringum sig en ég held að liðin munu skipta stigunum á milli sín. Leikurinn fer 1–1. Freyja Katrín skorar fyrir Þrótt og Hugrún Páls fyrir Tindastól.

Þór/KA 1 - 3 Breiðablik (laugardagur 16:15)
Hörkuleikur á Akureyri líklegast inní Boganum miða við veðrið. Þór/ka stelpurnar elska Bogann og það verður erfitt fyrir Breiðablik að mæta þeim þar. Sandra María verður auðvitað á eldi og setur allavega eitt mark. Breiðablik er með mun breiðari hóp og það mun skipta máli í þessum leik. Blix enda á að vinna 1-3 þar sem Agla María verður allt í öllu, skorar eitt og leggur upp tvö á Birtu og Ollu.

Fyrri spámenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía (2 réttir)

Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 9 0 1 27 - 4 +23 27
2.    Valur 10 9 0 1 31 - 11 +20 27
3.    Þór/KA 10 7 0 3 26 - 12 +14 21
4.    FH 9 4 1 4 12 - 16 -4 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Þróttur R. 10 3 1 6 9 - 13 -4 10
7.    Tindastóll 9 3 1 5 11 - 17 -6 10
8.    Stjarnan 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
9.    Keflavík 10 2 0 8 7 - 21 -14 6
10.    Fylkir 10 1 2 7 10 - 23 -13 5
Athugasemdir
banner