Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. ágúst 2022 18:23
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Fram og Víkings: Danijel Djuric byrjar sinn fyrsta leik
Brynjar Gauti Guðjónsson og Guðmundur Magnússon snúa aftur í lið Fram
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Víkingur

Helgi Mikael Jónasson flautar til leiks í Úlfarsárdal klukkan 19:15 þegar heimamenn í Fram taka á móti Víkingum frá Reykjavík í 16.umferð Bestu deildar karla. 

Heimamenn í Fram eru enþá taplausir á þessum nýja glæsilega velli í Úlfarsárdal. Liðið situr fyrir leik kvöldsins í áttunda sæti deildarinnar með 18.stig. Liðið fékk Stjörnuna í heimsókn í síðasta deildarleik í leik sem endaði 2-2. 

Gestirnir frá Víkinni geta orðið fyrstir til að vinna á þessum nýja velli Framara. Liðið situr fyrir leik kvöldsins í þriðja sæti deildarinnar með 29.stig. Liðið á þó tvo leiki til góða á KA menn sem eru í öðru sæti deildarinnar eins og stendur og einn leik inni á topplið Breiðabliks. Víkingar fóru í heimsókn á Samsungvöllinn um verslunarmannahelgina í síðasta deildarleik liðsins og endaði sá leikur 2-2. 


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Víkingur R.

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram gerir þrjár breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Magnússon og Alex Freyr Elísson koma allir inn í liðið frá síðasta leik.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir þrjár breytingar á sínu liði frá Evrópuleiknum gegn Lech Poznan. Davíð Örn Atlason og Viktor Örlygur Andrason koma inn í liðið ásamt Danijel Dejan Djuric sem er að byrja sinn fyrsta leik fyrir Víking. Sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen er enþá á meiðslalista Víkinga.


Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Albert Hafsteinsson
11. Almarr Ormarsson
11. Magnús Þórðarson
13. Jesus Yendis
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
21. Indriði Áki Þorláksson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
71. Alex Freyr Elísson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner