Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungstirnið samþykkir atvinnumannasamning hjá Arsenal
Mynd: EPA
Hinn 16 ára ungi Max Dowman hefur náð samkomulagi við Arsenal um atvinnumannasamning. Samnngurinn mun ekki taka gildi fyrr en í desember þegar hann verður 17 ára.

Hann verður 17 ára 31. desember, í lok árs.

Dowman er gríðarlega efnilegur vængmaður sem hefur komið við sögu í fimm keppnisleikjum á þessu tímabili.

Hann varð í október yngsti leikmaður í sögu Arsenal til að byrja leik þegar hann byrjaði gegn Brighton í deildabikarnum og er hann einnig yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar.

Hann er hins vegar ekki yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu hjá Arsenal í úrvalsdeildinni því Ethan Nwaneri var 54 dögum yngri þegar hann kom við sögu í fyrsta sinn.

Dowman hefur glímt við ökklameiðsli og því ekki komið við sögu síðan í nóvember. Ef Dowman nær að skora á þessu tímabili verður hann yngsti markaskorari í sögu Arsenal. Cesc Fabregas er sá yngsti, skoraði sitt fyrsta mark 16 ára og 212 daga gamall í desember 2003.
Athugasemdir
banner