Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fös 30. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Portúgalskur miðjumaður í Tindastól (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Tindastóll
Tindastóll tilkynnti um komu Rita Lang til félagsins en hún skrifar undir samning við félagið fyrir baráttuna í Lengjudeildinni næsta sumar.

Lang er 27 ára gömul og er portúgalskur miðjumaður. Hún hefur spilað í Bandaríkjunum, Portúgal og á Írlandi.

Hún þekkir til á Íslandi en hún spilaði með Grindavík árið 2022.

Tindastóll greindi einnig frá því að Saga Ísey Þorsteinsdóttir hafi skrifað undir nýjan samning við félagið.

Hún er 17 ára gömul en hún hefur spilað 28 leiki í deild og bikar fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner