Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 10:45
Elvar Geir Magnússon
Elliði spáir í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Elliði Snær Viðarsson er spámaður helgarinnar.
Elliði Snær Viðarsson er spámaður helgarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Maguire gæti skorað með skalla.
Harry Maguire gæti skorað með skalla.
Mynd: EPA
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu halda áfram að spá í enska boltann. Markvörðurinn magnaði Viktor Gísli Hallgrímsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki síðustu helgar.

Ný er það Eyjamaðurinn geðþekki Elliði Snær Viðarsson sem lætur til sín taka.

Ísland leikur til undanúrslita á EM í kvöld, gegn heimamönnum í Danmörku. Mætum þjóðinni sem fann upp handboltann. Við segjum bara: Áfram Ísland!

Leeds 0 - 0 Arsenal (15:00 á laugardag)
Arsenal koma brjálaðir inn í þennan leik fullir af sjálfstrausti en því miður fyrir þá endist það einungis 20 mín og Leeds standa það áhlaup af sér og taka yfir leikinn. Arsenal fagna stiginu eftir leik

Wolves 1 - 2 Bournemouth (15:00 á laugardag)
Úlfarnir byrja þennan leik af krafti og komast snemma yfir en það verður stutt gaman og Bournemouth sigla þessu örugglega heim

Brighton 0 - 2 Everton (15:00 á laugardag)
Everton eru sterkur til baka og treysta á skyndisóknir, skora bæði mörkin seint í leiknum

Chelsea 3 - 1 West Ham (17:30 á laugardag)
Þessi lið eru ekki mikið fyrir að halda hreinu en sé fyrir mér að Chelsea komist yfir en skinkurnar koma til baka svona þrem, fjórum mínútum seinna. Þeir bláu verða með tök á þess allan leikinn. Minn maður Reece James leggur upp 2 og skorar eitt (þarf á því að halda fyrir fantasy)

Liverpool 0 - 1 Newcastle (20:00 á laugardag)
Frekar rökrétt gisk, Liverpool menn ánægðir með að fá bara eitt mark á sig. Ætli Woltemessi komi ekki inn af bekknum og skori.

Manchester United 3 - 0 Fulham (14:00 á sunnudag)
Carrick boltinn heldur áfram. Fulham mæta hræddir og senda alla í vörn og mun ManU vera með boltann 79% en skora fyrsta markið í kringum 80 mín (líklega Harry Maguire úr skalla) eftir það opnast flóðgáttirnar

Nottingham Forest 0 - 0 Crystal Palace (14:00 á sunnudag)
Er ekki bara öllum sama um þennan leik allir fantasy leikmennirnir farnir úr Palace… þessi leikur er fínn til að leggja sig yfir.

Aston Villa 1 - 0 Brentford (14:00 á sunnudag)
Ekki léttur leikur fyrir Villa menn eftir leik í evrópu. Þeir munu eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að vera lélegri allan leikinn munu þeir redda sér þremur stigum, mjög óverðskuldað

Tottenham 2 - 2 Manchester City (16:30 á sunnudag)
Er að treysta á söguna hérna… þetta eru oftast skemmtilegustu leikirnir á hverju tímabili og hvað er Tottenham-legra að gjörsamlega sökka en ná samt í stig á móti City

Sunderland 2 - 1 Burnley (20:00 á mánudag)
Held alltaf aðeins með Sunderland hef trú á þeim. Eru komnir aftur með liðið sitt og held að þeir fara aftur á flug.

Fyrri spámenn:
Páll Sævar (7 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Brynjar Atli (5 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Ásgeir Frank (4 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Viktor Gísli (4. réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Sérfræðingurinn (2 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Óðinn Svan (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner