Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Afturelding og Valur unnu
Adam Ægir Pálsson
Adam Ægir Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í kvöld. Afturelding lagði ÍA og Valur vann Gróttu.

Valur hefur verið að spila ungum og óreyndum leikmönnum í Reykjavíkurmótinu en reyndari leikmenn mættu til leiks í kvöld. Adam Ægir Pálsson sá til þess að liðið var með forystuna í hálfleik og Birkir Heimisson innsiglaði sigurinn.

Rúnar Már Sigurjónsson kom ÍA yfir gegn Aftureldingu en Bjartur Bjarmi Barkarson jafnaði metin og Óðinn Bjarkason tryggði Aftureldingu stigin þrjú.

Öll liðin spila í riðli tvö í A-deild.

ÍA 1 - 2 Afturelding
1-0 Rúnar Már Sigurjónsson ('37 )
1-1 Bjartur Bjarmi Barkarson ('72 )
1-2 Óðinn Bjarkason ('87 )

Valur 2 - 0 Grótta
1-0 Adam Ægir Pálsson ('19 )
2-0 Birkir Heimisson ('48 )
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 0 0 0 0 0 - 0 0 0
2.    Grótta 0 0 0 0 0 - 0 0 0
3.    ÍA 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    Valur 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    Völsungur 0 0 0 0 0 - 0 0 0
6.    Þór 0 0 0 0 0 - 0 0 0
Athugasemdir
banner