Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 21:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Njarðvík að kaupa Braga Karl
Lengjudeildin
Marki fagnað á Kópavogsvelli í fyrra.
Marki fagnað á Kópavogsvelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Njarðvík er samkvæmt heimidum Fótbolta.net að ganga frá kaupum á Braga Karli Bjarkasyni frá FH. Albert Brynjar Ingason sagði frá því í Dr. Football í dag að Bragi væri á leið til Njarðvíkur.

Bragi Karl er kantmaður sem FH sótti frá ÍR fyrir síðasta tímabil en hann virðist ekki vera inni í myndinni og er á förum til Njarðvíkur.

FH mætti með stóran hóp til Keflavíkur þegar liðin mættust í Þungavigtarbikarnum um síðustu helgi en Bragi var ekki hluti af þeim hópi. Hann er með samning við FH út tímabilið 2027.

Hann er 23 ára uppalinn ÍR-ingur sem varð markakóngur í 2. deild 2023 þegar hann skoraði 21 mark. Hann skoraði 11 mörk í Lengjudeildinni 2024 og tvö mörk fyrir FH á síðasta tímabili, bæði í fræknum 4-5 útisigri á Breiðabliki. Hann kom við sögu í 18 leikjum í Bestu deildinni í fyrra en byrjaði einungis tvo þeirra.

Njarðvík ætlar sér stóra hluti í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Félagið missti Alex Frey Elísson til Færeyja í dag en ætlunin er að fá inn mann í staðinn fyrir Alex. Njarðvíkingar eru sterklega orðaðir við Guy Smit sem átti gott tímabil í marki Vestra á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner