Njarðvík er samkvæmt heimidum Fótbolta.net að ganga frá kaupum á Braga Karli Bjarkasyni frá FH. Albert Brynjar Ingason sagði frá því í Dr. Football í dag að Bragi væri á leið til Njarðvíkur.
Bragi Karl er kantmaður sem FH sótti frá ÍR fyrir síðasta tímabil en hann virðist ekki vera inni í myndinni og er á förum til Njarðvíkur.
FH mætti með stóran hóp til Keflavíkur þegar liðin mættust í Þungavigtarbikarnum um síðustu helgi en Bragi var ekki hluti af þeim hópi. Hann er með samning við FH út tímabilið 2027.
Bragi Karl er kantmaður sem FH sótti frá ÍR fyrir síðasta tímabil en hann virðist ekki vera inni í myndinni og er á förum til Njarðvíkur.
FH mætti með stóran hóp til Keflavíkur þegar liðin mættust í Þungavigtarbikarnum um síðustu helgi en Bragi var ekki hluti af þeim hópi. Hann er með samning við FH út tímabilið 2027.
Hann er 23 ára uppalinn ÍR-ingur sem varð markakóngur í 2. deild 2023 þegar hann skoraði 21 mark. Hann skoraði 11 mörk í Lengjudeildinni 2024 og tvö mörk fyrir FH á síðasta tímabili, bæði í fræknum 4-5 útisigri á Breiðabliki. Hann kom við sögu í 18 leikjum í Bestu deildinni í fyrra en byrjaði einungis tvo þeirra.
Njarðvík ætlar sér stóra hluti í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Félagið missti Alex Frey Elísson til Færeyja í dag en ætlunin er að fá inn mann í staðinn fyrir Alex. Njarðvíkingar eru sterklega orðaðir við Guy Smit sem átti gott tímabil í marki Vestra á síðasta tímabili.
Athugasemdir




