Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Elías Rafn getur komist í 16-liða úrslitin
Mynd: EPA
Lokaumferðin í Evrópudeildinni fer fram í kvöld og eins og gefur að skilja er mikil spenna.

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann heimsækja Strum Graz. Jafntefli ætti að duga Brann að komast í umspilið. Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon eru meiddir. Kristall Máni Ingason er nýkominn til liðsins og getur ekki tekið þátt í leiknum þar sem hann er ekki skráður í hópinn.

Elías Rafn Ólafsson er í markinu hjá Midtjylland en sigur gegn Dinamo Zagreb tryggir liðinu sæti í 16-liða úrslitum. Lille er í baráttunni um að tryggja sér sæti í umspilinu, Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliðinu gegn Freiburg.

Panathinaikos hefur tryggt sér sæti í umspilinu. Sverrir Ingi Ingason er í byrjunarliðinu gegn Roma sem tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri. Daníel Tristan Guðjohnsen er í byrjunarliði Malmö sem heimsækir Genk, Malmö er úr leik een Genk getur komist beint í 16-liða úrslitin með sigri.

Alfons Sampsted gekk til liðs við Go Ahead Eagles á dögunum og er því ekki í hópnum sem mætir Braga. Liðið þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast í umspilið. Kolbeinn Finnsson er ekki skráður í hópinn hjá Utrecht sem heimsækir Celtic, liðið er úr leik.


Standings provided by Sofascore

Athugasemdir
banner