Félagaskipti Jörgen Strand Larsen frá Wolves til Crystal Palace hanga á bláþræði en Sky Sports og BBC greina frá þessu.
Það komu fréttir af því í dag að Wolves hafði samþykkt 50 milljón punda tilboð Crystal Palace í norska framherjann en BBC segir frá því að Palace hafi ekki skrifað undir nauðsynlega pappíra ennþá.
Það á eftir að koma í ljós hvort þessi þróun sé samningatækni með það að markmiði að semja um lægra verð. Sky segir að milliliðir hafi tilkynnt Wolves að Palace sé tilbúið að hætta við kaupin.
Aðrar heimildir halda því þó fram að svo sé ekki og viðræðurnar séu enn í gangi.
Þetta gæti haft áhrif á Jean-Philippe Mateta sem hefur tjáð Palace að hann vilji yfirgefa félagið. Palace hefur hafnað 35 milljón punda tilboði frá Nottingham Forest í franska framherjann.
Juventus og AC Milan eru meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.
Athugasemdir




