Robin van Persie, stjóri Feyenoord, horfði á son sinn meiðast illa á hné í Evrópudeildarleik. Hinn nítján ára gamli Shaqueel skoraði sín fyrstu aðalliðsmörk fyrir Feyenoord fyrr í þessum mánuði, en hann fór af velli á börum í tapleik gegn Real Betis í gær.
Þegar það var verið að bera hann af velli bað pabbi hans sjúkraflutningamennina um að setja hann niður við hliðarlínuna svo hann gæti hughreyst hann.
„Þetta lítur ekki vel út. Ég er þjálfari en ég er líka faðir hans og finnst þetta skelfilegt. Mér líður illa yfir því að hann sé að ganga í gegnum þetta," sagði Robin van Persie eftir leik.
„Ég vildi bara sýna honum hlýju og láta hann vita að við værum til staðar fyrir hann."
Feyenoord er úr leik í Evrópudeildinni en liðið átti möguleika á umspilssæti fyrir leikinn.
Þegar það var verið að bera hann af velli bað pabbi hans sjúkraflutningamennina um að setja hann niður við hliðarlínuna svo hann gæti hughreyst hann.
„Þetta lítur ekki vel út. Ég er þjálfari en ég er líka faðir hans og finnst þetta skelfilegt. Mér líður illa yfir því að hann sé að ganga í gegnum þetta," sagði Robin van Persie eftir leik.
„Ég vildi bara sýna honum hlýju og láta hann vita að við værum til staðar fyrir hann."
Feyenoord er úr leik í Evrópudeildinni en liðið átti möguleika á umspilssæti fyrir leikinn.
???? ????????????: Unbelievable scenes at the Feyenoord game where the son of Robin van Persie, Shaqueel Van Persie, has suffered a major knee injury during the game.
— The Touchline | ???? (@TouchlineX) January 29, 2026
Robin van Persie told the medical team to place him down so he could sit with his son. ?? pic.twitter.com/fiAMMwcSPA
Athugasemdir



