Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 12:10
Kári Snorrason
Sjáðu það helsta úr ítalska: Juventus fór létt með Napoli – Dramatískur sigur Mikaels Egils og félaga
Mynd: EPA
Juventus vann Napoli sannfærandi í stórleik 22. umferðar í ítölsku Serie A um síðastliðna helgi.

Þá styrkti Inter stöðuna á toppi deildarinnar með 6-2 stórsigri á nýliðum Pisa. Inter er nú með fimm stiga forystu á grönnunum í AC Milan sem eru í 2. sæti.

Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður í 3-1 tapi Fiorentina gegn Cecs Fabregas og lærisveinum hans í Como. Þá spilaði Mikael Egill Ellertsson allan leikinn í dramatískum sigri Genoa á Bologna.

Þetta og margt annað í markapakka 22. umferðar. Ítalski boltinn er sýndur á Livey, en hægt er að kaupa sér áskrift að ítalska boltanum með því að smella hérna.




Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner