Lovísa Davíðsdóttir Scheving hefur skrifað undir nýjan samning við Gróttu.
Lovísa er 22 ára miðjumaður en hún hefur verið lykilmaður í liðinu frá því hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2019. Hún spilaði sinn 100. leik fyrir félagið síðasta sumar.
Lovísa er 22 ára miðjumaður en hún hefur verið lykilmaður í liðinu frá því hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2019. Hún spilaði sinn 100. leik fyrir félagið síðasta sumar.
„Það er gríðarlega jákvætt fyrir Gróttu að Lovísa hafi framlengt við félagið. Hún hefur verið mikilvægur hluti af hópnum í langan tíma og haft mikil áhrif, bæði innan vallar sem utan. Lovísa er einn af leiðtogum okkar og hjálpar liðinu mikið. Síðasta sumar var hennar besta þegar það kemur að markaskorun en hún skoraði sex mörk síðasta sumar í 17 leikjum - og erum við bjartsýn á að hún geti slegið það met á ný í sumar," sagði Dominic Ankers, þjálfari Gróttu, við undirskriftina.
„Það er ánægjulegt að vera búin að framlengja samning minn við uppeldisfélagið. Það eru spennandi tímar framundan hjá Gróttu! Ég hlakka til að sjá ykkur á Vivaldivellinum í sumar,” sagði Lovísa.
Athugasemdir


