Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frá Brighton til Parísar (Staðfest)
Mynd: Brighton
Diego Coppola er genginn til liðs við Paris FC á láni frá Brighton út tímabilið. Coppola er 22 ára gamall ítalskur miðvörður en hann gekk til liðs við Brighton frá Hellas Verona síðasta sumar.

Hann hefur aðeins komið við sögu í níu leikjum á tímabilinu, þar af fimm í úrvalsdeildinni.

„Við erum mjög ánægð með hvernig Diego hefur aðlagað sig að kröfum þess sem þarf til að spila á Englandi síðan hann kom til félagsins síðasta sumar," sagði Fabian Hurzeler.

Hurzeler er spenntur að fá hann til baka en hann vonast til að þetta skref muni hjálpa Coppola að fá meiri spiltíma og tækifæri til að koma sér í ítalska landsliðið fyrir HM. Hann hefur spilað tvo landsleiki.

Paris FC er í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig, átta stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner