Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fös 30. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viktor Helgi framlengir við HK
Lengjudeildin
Mynd: HK
HK hefur tilkynnt að Viktor Helgi Benediktsson sé búinn að framlengja samning sinn við félagið út 2027.

Viktor er varnarmaður en hann getur einnig leyst stöðu miðjumanns. Hann gekk til liðs við félagið árið 2024 en hann var einnig hjá liðinu árið 2017.

Hann er uppalinn í FH en hefur einnig spilað með ÍA og Kára.

Hann var valinn fótboltamaður HK á lokahófi félagsins í haust en hann sneri aftur á völlinn eftir að hafa farið tvisvar í hjartaþræðingu snemma árs 2025.

„Viktor fór í hjartaþræðingu tvisvar snemma árs 2025 en lét engan bilbug á sér finna og vann sig til baka hratt og örugglega. Viktor er mikil fyrirmynd og sannur félagsmaður og er gríðarlega ánægja með að hann haldi áfram með okkur," segir í tilkynningu HK.
Athugasemdir