Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 12:23
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Freysi og lærisveinar mæta Bologna aftur
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann.
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bologna og Brann mættust í nóvember.
Bologna og Brann mættust í nóvember.
Mynd: EPA
Nú var að klárast dráttur í umspil Evrópudeildarinnar þar sem sextán lið berjast um að komast í 16-liða úrslitin.

Leikið verður heima og að heiman, fyrri leikirnir verða 19. febrúar og þeir seinni viku síðar. Keppninni lýkur með úrslitaleik í Istanbúl þann 20. maí.

Leikirnir í umspilinu:
Dinamo Zagreb - Genk
Brann - Bologna
Ludogorets - Ferencvaros
Celtic - Stuttgart
Panathinaikos - Viktoria Plzen
Fenerbahce - Nottingham Forest
PAOK - Celta Vigo
Lille - Rauða stjarnan

Íslendingaliðið Brann mun leika gegn ítalska liðinu Bologna. Liðin gerðu markalaust jafntefli þegar þau mættust í deildarkeppninni á Ítalíu.

Freyr Alexandersson stýrir Brann og þrír Íslendingar eru hjá liðinu. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru á meiðslalistanum og þá er Kristall Máni Ingason nýkominn til félagsins og fær leikheimild fyrir umspilið.

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos mæta tékkneska liðinu Viktoria Plzen. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille eru einnig í umspilinu og munu mæta Rauðu Stjörnunni frá Serbíu.
Athugasemdir
banner
banner