Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 10:53
Elvar Geir Magnússon
Goretzka sagði nei við Atletico og fer frítt frá Bayern í sumar
Goretzka hefur leikið 67 landsleiki fyrir Þýskaland.
Goretzka hefur leikið 67 landsleiki fyrir Þýskaland.
Mynd: EPA
Þýski landsliðsmaðurinn Leon Goretzka hjá Bayern München hafnaði möguleika á því að ganga í raðir Atletico Madrid núna í janúarglugganum.

Goretzka klárar tímabilið með Bayern og yfirgefur það svo á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út í sumar.

Mateu Alemany, yfirmaður fótboltamála hjá Atletico, hafði ferðast til Þýskalands til viðræðna en kemur tómhentur heim.

Atletico á þó möguleika á að fá Goretzka, sem er þrítugur miðjumaður, á frjálsri sölu í sumar en fær væntanlega samkeppni frá félögum á borð við Tottenham Hotspur og AC Milan.

Atletico heldur áfram að reyna að styrkja sig fyrir gluggalok og hefur áhuga á Davide Frattesi, miðjumanni Inter. Félagið hefur áhuga á lánssamningi með möguleika á framtíðarkaupum. Frattesi hefur einnig verið orðaður við Nottingham Forest og Lazio.

Ademola Lookman hjá Atalanta er líka á radarnum hjá spænska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner