Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mið 07. september 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Logi Tómas: Ég ætlaði alltaf að spila þennan leik
Luigi (Logi Tómasson) skoraði og lagði upp í kvöld
Luigi (Logi Tómasson) skoraði og lagði upp í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mjög gott,  þetta var svona karakter sigur og svona comeback eftir síðasta leik, síðasti leikur var hræðilegur og að skora níu mörk er bara geðveikt. Það voru allir góðir í liðinu í dag." sagði Logi Tómasson eftir 9-0 sigurinn á Leikni Reykjavík í kvöld en Logi skoraði og lagði upp í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

Leiknir byrjaði leikinn af meiri krafti en Víkinga settu í fluggírinn eftir fyrsta markið sem Ari Sigurpálsson skoraði á 15.mínútu leiksins.

„Ég veit það ekki. Við byrjuðum bara að setja í fluggírinn eins og við gerum stundum. Við þurfum að vera meira stabílir að gera það og við gerðum það og um leið og fyrsta markið þá byrjuðum við bara að flowa þetta betur og svo komu níu mörk í röð."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Logi spurður hvort það væri enþá trú í Víkinni.

„Já auðvitað. Þetta verður erfitt en ég meina við erum allaveganna að reyna vinna alla leiki og sjá hvað Blikar gera en þeir eru með gott leið og þetta verður erfitt. Við erum líka bara að reyna tryggja okkur annað sætið sem gefur Evrópu þannig við sjáum hvað gerist."


Logi Tómasson fékk heilahristing í síðasta leik á móti ÍBV og segist Logi alltaf hafa ætlað að spila þennan leik.

„Já ég fékk hann sem betur fer ekki í hausinn, ég fékk hann bara í bringuna og var hræddur um að ég hafi brotnað en þetta voru semsagt bara bólgur þannig já þetta voru bara verkjalyf og halda áfram því ég ætlaði alltaf að spila þennan leik."


Athugasemdir
banner