Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 07. september 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Logi Tómas: Ég ætlaði alltaf að spila þennan leik
Luigi (Logi Tómasson) skoraði og lagði upp í kvöld
Luigi (Logi Tómasson) skoraði og lagði upp í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mjög gott,  þetta var svona karakter sigur og svona comeback eftir síðasta leik, síðasti leikur var hræðilegur og að skora níu mörk er bara geðveikt. Það voru allir góðir í liðinu í dag." sagði Logi Tómasson eftir 9-0 sigurinn á Leikni Reykjavík í kvöld en Logi skoraði og lagði upp í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

Leiknir byrjaði leikinn af meiri krafti en Víkinga settu í fluggírinn eftir fyrsta markið sem Ari Sigurpálsson skoraði á 15.mínútu leiksins.

„Ég veit það ekki. Við byrjuðum bara að setja í fluggírinn eins og við gerum stundum. Við þurfum að vera meira stabílir að gera það og við gerðum það og um leið og fyrsta markið þá byrjuðum við bara að flowa þetta betur og svo komu níu mörk í röð."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Logi spurður hvort það væri enþá trú í Víkinni.

„Já auðvitað. Þetta verður erfitt en ég meina við erum allaveganna að reyna vinna alla leiki og sjá hvað Blikar gera en þeir eru með gott leið og þetta verður erfitt. Við erum líka bara að reyna tryggja okkur annað sætið sem gefur Evrópu þannig við sjáum hvað gerist."


Logi Tómasson fékk heilahristing í síðasta leik á móti ÍBV og segist Logi alltaf hafa ætlað að spila þennan leik.

„Já ég fékk hann sem betur fer ekki í hausinn, ég fékk hann bara í bringuna og var hræddur um að ég hafi brotnað en þetta voru semsagt bara bólgur þannig já þetta voru bara verkjalyf og halda áfram því ég ætlaði alltaf að spila þennan leik."


Athugasemdir
banner