Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mið 07. september 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Logi Tómas: Ég ætlaði alltaf að spila þennan leik
Luigi (Logi Tómasson) skoraði og lagði upp í kvöld
Luigi (Logi Tómasson) skoraði og lagði upp í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mjög gott,  þetta var svona karakter sigur og svona comeback eftir síðasta leik, síðasti leikur var hræðilegur og að skora níu mörk er bara geðveikt. Það voru allir góðir í liðinu í dag." sagði Logi Tómasson eftir 9-0 sigurinn á Leikni Reykjavík í kvöld en Logi skoraði og lagði upp í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

Leiknir byrjaði leikinn af meiri krafti en Víkinga settu í fluggírinn eftir fyrsta markið sem Ari Sigurpálsson skoraði á 15.mínútu leiksins.

„Ég veit það ekki. Við byrjuðum bara að setja í fluggírinn eins og við gerum stundum. Við þurfum að vera meira stabílir að gera það og við gerðum það og um leið og fyrsta markið þá byrjuðum við bara að flowa þetta betur og svo komu níu mörk í röð."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Logi spurður hvort það væri enþá trú í Víkinni.

„Já auðvitað. Þetta verður erfitt en ég meina við erum allaveganna að reyna vinna alla leiki og sjá hvað Blikar gera en þeir eru með gott leið og þetta verður erfitt. Við erum líka bara að reyna tryggja okkur annað sætið sem gefur Evrópu þannig við sjáum hvað gerist."


Logi Tómasson fékk heilahristing í síðasta leik á móti ÍBV og segist Logi alltaf hafa ætlað að spila þennan leik.

„Já ég fékk hann sem betur fer ekki í hausinn, ég fékk hann bara í bringuna og var hræddur um að ég hafi brotnað en þetta voru semsagt bara bólgur þannig já þetta voru bara verkjalyf og halda áfram því ég ætlaði alltaf að spila þennan leik."


Athugasemdir
banner
banner