Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 07. október 2019 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalir vonast til að Martinelli velji ekki Brasilíu
Mynd: Getty Images
Gabriel Martinelli, framherji Arsenal, á val fyrir höndum þegar hann ákveður fyrir hvaða þjóð hann mun leika landsleiki verði hann valinn.

Martinelli er fæddur í Brasilíu en hefur ekki leikið landsleiki á neinu stigi fyrir Brasilíu. Honum var þó boðið að æfa með aðalliðinu fyrir Copa Libertadores í sumar.

Faðir Gabriels er af ítölskum uppruna og eru Ítalir vongóðir um að Martinelli velji að leika fyrir Ítalíu þegar kemur að því að velja.

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, er sagður hafa áhuga á að taka Martinelli inn en hann hefur þó ekki verið valinn fyrir komandi verkefni.

Tveir af brasilískum uppruna eru nú þegar viðloðnir ítalska landsliðshópinn en það eru þeir Emerson og Jorginho.
Athugasemdir
banner
banner