Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 07. nóvember 2021 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Mikael fagnaði af innlifun gegn Midtjylland
Mikael Neville Anderson skoraði annað mark AGF
Mikael Neville Anderson skoraði annað mark AGF
Mynd: Getty Images
Íslenski leikmaðurinn Mikael Neville Anderson fagnaði af mikilli innlifun er hann gerði annað mark AGF í 3-0 sigrinum á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Mikael gekk til liðs við AGF frá Midtjylland undir lok gluggans en hann reyndi margsinnis að komast frá félaginu og varð loks að ósk sinni er hann samdi við AGF.

Hann mætti Midtjylland í dag og gerði annað mark AGF í leiknum á 23. mínútu með laglegu skoti rétt fyrir utan teig í stöng og inn.

Mikael fagnaði markinu fyrir framan stuðningsmenn Midtjylland en hér fyrir neðan má sjá markið og fagnið.


Athugasemdir
banner