Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 07. nóvember 2024 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísa Birta vekur áhuga félaga í Bestu sem og erlendis frá
Elísa Birta Káradóttir.
Elísa Birta Káradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elísa Birta Káradóttir, ungur leikmaður HK; er að vekja athygli hjá félögum í Bestu deildinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Víkingur lagt fram tilboð í hana og þá hafa Íslandsmeistarar Breiðabliks einnig sýnt henni áhuga.

Elísa Birta er fædd árið 2009 og spilaði sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki HK í sumar.

Hún lék 14 leiki og skoraði þrjú mörk í Lengjudeildinni ásamt því að spila einn leik í bikar.

Elísa er afar efnilegur framherji sem fór á dögunum á reynslu til Norrköping í Svíþjóð. Þar vakti hún mikla athygli en hún æfði með aðalliði félagsins.

Dennis Popperyd, yfirmaður fótboltamála hjá Norrköping, sagði við staðarmiðla í Norrköping að hún hefði komið eins og stormsveipur á æfingar hjá aðalliðinu og staðið sig ótrúlega vel.

Elísa Birta á sex leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands en hún lék á dögunum sinn fyrsta leik með U17 ára landsliðinu í 1-0 tapi gegn Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner