PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albert vildi ekki fara á punktinn - Kean og Mandragora rifust
Mynd: EPA
Það gengur hvorki né rekur hjá Fiorentina á þessu tímabili en liðið er án sigurs í ítölsku deildinni.

Liðið tapaði gegn Sassuolo í gær og er á botni deildarinnar. Verona vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær gegn Atalanta sem þýðir að Fiorentina og Wolves eru einu liðin í fimm sterkustu deildum Evrópu sem eru án sigurs.

Fiorentina komst yfir snemma leiks gegn Sassuolo þegar Rolando Mandragora skoraði úr vítaspyrnu. Albert Guðmundsson er hins vegar aðal vítaskytta liðsins.

Paolo Vanoli, stjóri Fiorentina, sagði að Albert hafi ekki viljað taka vítið. Þá rifust Mandragora og Moise Kean um hver ætti að taka vítið en Mandragora vann riflildið.
Athugasemdir
banner
banner
banner